Indverskur sætkartöflu- og kjúklingabaunaréttur

 

IMG_1933

Hráefni:

3 hvítlauksrif

2 cm engiferrót

1 laukur

1 rautt chilli

2-3 tsk red curry paste

2 gulrætur

1 sæt kartafla

2 tómatar

1 dós kókosmjólk

1 dós kjúklingabaunir

Salt

Ferskur kóríander

IMG_1927

Við erum að tala um svona curry paste.

IMG_1923

Setjið hvítlauk, lauk, chilli, engifer og curry paste í matvinnsluvél (eða í blandara, notið töfrasprota eða skerið smátt). Steikið maukið sem úr verður á stórri pönnu með 1-2 msk af ólífuolíu.

IMG_1928

Skerið gulrætur í þunnar sneiðar og setjið á pönnuna.

IMG_1930

Skerið sætu kartöfluna í strimla eða teninga og setjið á pönnuna.

IMG_1931

Skerið tómatana í hæfilega stóra bita og hendið á pönnuna. Gott er að steikja þetta allt saman í nokkrar mínútur. Bætið síðan kókosmjólkinni við. Látið malla á pönnunni í 15-20 mínútur.

IMG_1935

Bætið kjúklingabaununum út á pönnuna og sýrða rjómanum. Saltið eftir smekk og látið malla þar til allt grænmetið er vel eldað. Að lokum er ferskum kóríander hent út á.

IMG_1940

Rétturinn er borinn frem með hrísgrjónum og naanbrauði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s