Pestó kjúklingur

3-4 kjúklingabringur

1 krukka rautt pestó

1 krukka fetaostur

1 tsk cayenne pipar

Kjúklingurinn er skorinn í frekar litla bita. Fetaosturinn er maukaður útí pestóið og cayenne piparnum skellt útí. Gott er að láta kjúklinginn marínerast í þessu í 1-2 tíma, en það má líka setja þetta bara beint í ofninn (190°C í 30 mín). Ath. þennan rétt þarf ekkert að salta aukalega, fetaosturinn sér um að salta réttinn!

hálf sæt kartafla

1 rauðlaukur

salt

oregano

ólífuolía

Sæta kartaflan er skorin í mjóar ræmur, rauðlaukurinn hakkaður. Þetta er sett í eldfast mót, salti og oregano stráð yfir og dass af ólívuolíu. Þetta fer svo inn í ofninn ásamt kjúklingnum (190°C í 30 mín).

spínat

rauð paprika

vínber

fetaostur

Ljúffengt og ferskt salat!

Svo er sniðugt að nýta afgangana til að taka með sér í nesti. Minnkum matarsóun!

3 athugasemdir á “Pestó kjúklingur

  1. Flott síða hjá þér Gulla mín. Það verður gaman að fylgjast með.
    Get mælt með þessum kjúklingarétti, var svo heppin að Gulla og Hlynur elduðu hann eitt sinn upp í bústað 🙂

  2. Ég verð svo svöng að horfa á allan þennan mat en sniðug síða hjá þér 😀

Færðu inn athugasemd