Hjónabandssæla

Öllum hráefnum (nema sultunni) er blandað saman í stóran „klump“ (gott að nota hrærivél), hluta af deiginu er smellt í smurt form. Svo er deigið þakið með góðri sultu og að lokum er restin af deiginu dreift yfir. Það er sniðugt að fletja út restina af deiginu og skera það svo í ræmur og raða sitt á hvað, einnig er gott að hafa smá kant í hliðunum.

180 g heilhveiti eða hveiti

100 g sykur

100 g púðursykur

160 g haframjöl

70 g kókosmjöl

30 g sesamfræ

2 tsk vanillusykur

1 tsk lyftiduft

1 egg

220 g smjör (við stofuhita)

jarðaberja og rabarbarasulta eða einhver önnur góð sulta

Bakað við 180°C í 30 mínútur.

Ein athugasemd á “Hjónabandssæla

Færðu inn athugasemd