Bananabrauð

3 vel þroskaðir bananar

1 egg

250 g hveiti/heilhveiti (eða 200 g hveiti og 50 g haframjöl)

110 – 150 g sykur (eftir smekk)

1 tsk salt

1 tsk matarsódi

Þurrefnunum er blandað saman og bananarnir stappaðir (ég set þá stundum bara í blandarann, ásamt egginu), síðan er öllu blandað saman og skellt í jólakökuform. Fínt að strá smá haframjöli ofaná, til skrauts. Brauðið er síðan bakað í 30-45 mínútur við 175°C. Þetta brauð geymist vel, í fjóra jafnvel fimm daga. Það er ekki vitlaust að skera brauðið niður þegar það hefur kólnað og setja sneiðarnar í frysti, þá er auðvelt að taka það út úr frysti á morgnana, smyrja það og taka með sér út í daginn.

3 athugasemdir á “Bananabrauð

  1. mmm.. Bananabrauðið klikkar ekki… ég er farin að setja 1 tsk af kanil í mitt, heyrði af því leynitrikki hjá Ömmu, kanillinn fer með þetta á annað level 🙂

  2. Flott síða hjá þér Gulla 🙂 Hlakka til að prófa uppskriftirnar þínar!

    (Ég set alltaf smá Havre Fras kodda eða All-bran í bananabrauðið mitt, það er rosa gott).

    1. Sniðug! Mér hefði ekki dottið það í hug! Það er einmitt oft smá afgangur neðst í morgunkornskössunum sem er frekar ólystugt að borða með mjólk, skelli því næst í brauðið 😉

Færðu inn athugasemd