Soðinn fiskur á þrjá vegu

2013-03-14 18.34.26

Rófur, gulrætur, blómkál, jafnvel spergilkál (það grænmeti sem mann langar í og á í það skipti) er skorið niður í þægilega stóra bita. Öllu er komið fyrir í gufusuðupotti og saltað létt, soðið þangað til hægt er að stinga í gegnum grænmetið með gaffli. Ef þið eigið ekki gufusuðupott má sjóða grænmetið í vatni, en látið þá suðuna koma upp áður en grænmetinu er bætt í pottinn.

Nokkrar kartöflur soðnar í litlum potti í 30-35 mínútur. Kartöflurnar eru tilbúnar þegar það er hægt að stinga í þær og þær detta af gafflinum. Athugið að kartöflur eru misstórar og geta því þurft mislangan suðutíma, gott er að velja kartöflur sem eru svipaðar að stærð.

2013-03-14 18.34.42

Að sjóða fisk er eitthvað sem allir ættu að kunna. Setjið vatn og salt (1-2 tsk) í stóran pott, hitið að suðu, setjið fiskinn ofaní. Slökkvið undir og látið standa í 8-9 mínútur. Hér að ofan er mynd af soðinni reyktri ýsu, mæli einnig með nætursaltaðri og venjulegri ýsu. Það er í góðu lagi að sjóða allar útgáfurnar saman í potti.

2013-03-14 18.34.50

Rúgbrauð með smjöri er ekki vitlaust með þessum mat.

Færðu inn athugasemd