Brakandi brokkolí – meðlæti

IMG_3588

2 stórir hausar brokkolí

2 hvítlauksrif

2 msk ólífuolía

salt og pipar

2 msk sítrónusafi

Skerið brokkolíið í nokkuð stóra bita og setjið í eldfast mót, dreifið olíunni, hvítlauk, salti og pipar yfir. Ath. sítrónusafinn á ekki að fara strax!

Bakið í ofni við 200°C í 20-30 mínútur.

Það á að verða sirka svona.

IMG_3589

Áður en brokkolíið er borið fram er sítrónusafanum dreift yfir!

 

Soðinn fiskur á þrjá vegu

2013-03-14 18.34.26

Rófur, gulrætur, blómkál, jafnvel spergilkál (það grænmeti sem mann langar í og á í það skipti) er skorið niður í þægilega stóra bita. Öllu er komið fyrir í gufusuðupotti og saltað létt, soðið þangað til hægt er að stinga í gegnum grænmetið með gaffli. Ef þið eigið ekki gufusuðupott má sjóða grænmetið í vatni, en látið þá suðuna koma upp áður en grænmetinu er bætt í pottinn.

Nokkrar kartöflur soðnar í litlum potti í 30-35 mínútur. Kartöflurnar eru tilbúnar þegar það er hægt að stinga í þær og þær detta af gafflinum. Athugið að kartöflur eru misstórar og geta því þurft mislangan suðutíma, gott er að velja kartöflur sem eru svipaðar að stærð.

2013-03-14 18.34.42

Að sjóða fisk er eitthvað sem allir ættu að kunna. Setjið vatn og salt (1-2 tsk) í stóran pott, hitið að suðu, setjið fiskinn ofaní. Slökkvið undir og látið standa í 8-9 mínútur. Hér að ofan er mynd af soðinni reyktri ýsu, mæli einnig með nætursaltaðri og venjulegri ýsu. Það er í góðu lagi að sjóða allar útgáfurnar saman í potti.

2013-03-14 18.34.50

Rúgbrauð með smjöri er ekki vitlaust með þessum mat.

Fiskréttur húsbóndans

P1040861

400 gr ýsa
2-3 gulrætur
1/2 blómkálshaus
1/2 brokkolíhaus
1 paprika
1 dós villisveppasmurostur (250 g)
1 dós hvítlauksrjómaostur (125 g)
2,5 dl matreiðslurjómi eða nýmjólk
150 g rifinn ostur
1/3 pakki mulið Ritz kex
1 fiskikraftsteningur
Salt og pipar eftir smekk

P1040863

Skerið fiskinn í meðalstóra bita. Kryddið með salti & pipar. Raðið fisknum í eldfast mót.
Skerið grænmetið niður og brúnið aðeins á pönnu. Setjið grænmetið ofaní eldfasta mótið.
Setjið sveppasmurost, hvítlauksrjómaostinn og matreiðslurjóma/nýmjólk í pott og bræðið saman ásamt fiskikraftinum. Hellið sósunni yfir fiskinn og grænmetið.
Blandið ostinum og kexinu saman og stráið yfir.
Setjið mótið inn í ofn við 180° í 30 mínútur.
Borið fram með fersku salati og hrísgrjónum.

P1040880